Grasa"læknir"

" Grasalæknirinn Ásthildur Einarsdóttir, eða Skutlumamma..."

Burtséð frá því hversu góð þessi kona er á mótorhjóli set ég stórt spurningamerki við þetta.  Í 22. grein læknalaga (53/198) kemur skýrt fram að það kallist skottulækningar "er sá sem ekki hefur leyfi samkvæmt lögum þessum býðst til þess að taka sjúklinga til lækninga, gerir sér lækningar að atvinnu, auglýsir sig eða kallar sig lækni, ráðleggur mönnum og afhendir þeim lyf sem lyfsalar mega einir selja."

Í sömu grein er sagt afdráttarlaust að skottulækningar séu bannaðar hér á landi.

Einhverjir myndu segja að grasalæknar séu ekki að kalla sig lækna, heldur sé þetta rótgróið íslenskt orð yfir kuklara þessa, en skýrsla, unnin fyrir heilbrigðismálaráðherra 2002-2004, um græðara (fólk sem veitir heilsutengda þjónustu byggða á kenningum og reynslu en ekki vísindum), hefur þetta að segja um það mál: "Strangt til tekið virðist starfsemi græðara oft vera á gráu svæði sé litið til 1. gr. læknalaga um rétt til að kalla sig lækni og sömuleiðis V. kafla laganna um skottulækningar. Gildir það einkum um notkun orðanna læknir og lækningar, sbr. grasalækningar, smáskammtalækningar, náttúrulækningar o.fl. sem samkvæmt laganna bókstaf er óheimil."

Lög um græðara (34/2005) passa sig vel á að nota aldrei orðin læknir eða lækningar og undirstrika þar með að þetta fólk tengist læknum ekki - og er ekki heilbrigðisstarfsfólk (það kemur rækilega fram í umræddum lögum). 

Skrýtið af Mogga að nota þetta heiti yfir þennan einstakling.  Í besta falli smávægileg yfirsjón sem engu skiptir, í versta falli dulbúin auglýsing, til þess fallin að auka tiltrú og traust manna á þjónustu þessa einstaklings með því að gefa í skyn tengsl við lækna eða aðrar heilbrigðisstéttir.

Hlekkir:

Læknalög:  http://www.althingi.is/lagas/nuna/1988053.html
Skýrsla heilbrigðisráðherra um græðara: http://www.althingi.is/altext/131/s/0731.html
Lög um græðara: http://www.althingi.is/lagas/nuna/2005034.html


mbl.is „Konur eru fyrirmyndar bifhjólaökumenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Sælir eru heimskir því þeir vita ekki betur.........

FLÓTTAMAÐURINN, 20.7.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Kristófer Sigurðsson

Jei, kommentar.

Steinar: Ekkert mál.  Ef þú vilt meira ertu velkominn aftur - og ef ekki, jahh, þá bara líturðu við sjaldnar, ekki satt?

Dóri: Ég held ekkert endilega að þetta sé heimskt fólk.  Ekkert allir sem eru inni í því hvernig lækningar byggjast á vísindalegum rannsóknum og byggja trúverðugleika sinn á því - margir virðast enn líta á lækna sem hálfgerða guði eða galdramenn.  Það hins vegar gerir enn hættulegra að blanda svona fólki (græðurum) við lækna, því að fólk gæti freistast til að flytja þetta traust yfir á þá í góðri trú.

Kristófer Sigurðsson, 22.7.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband