Kommúnísku styrkjakerfi haldið áfram

Dauðakippir framsóknarflokksins eru orðnir áberandi þessa dagana.  Þeir tryggja pólitíska arfleifð sína með því að skilja eftir smávegis "glaðning" fyrir komandi kynslóðir stjórnmálamanna og skattgreiðenda.  Til ársins 2014 er afkoma óskastéttar framsóknarmanna, sauðfjárbænda, tryggð.  Skattgreiðendur greiða á næstu sjö árum alls 16 milljarða í beina styrki til greinarinnar.  Í þessu felst meðal annars að bændur, gagnstætt öðrum sjálfstæðum atvinnurekendum, fá lífeyri (styrki), þrátt fyrir að hafa aldrei greitt í lífeyrissjóð.  Ríkið býður nefnilega öllum sauðfjárbændum sem eru orðnir 64 ára að hætta í búskap án þess að missa styrkina...

Er ekki kominn tími á að koma bændum inn í nútíðina?  Ef þeir missa þessa styrki munu þeir finna leiðir til aðstunda landbúnað á hagkvæmari hátt.  Eins og er enginn hvati fyrir landbúnað til þess að þróast og styrkjast.  Styrkjum landbúnað - burt með styrkina!


mbl.is Nýr sauðfjársamningur undirritaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband