Stjórnarandstaðan nælir sér í atkvæði

Það verður að segjast eins og er að stjórnarandstaðan spilaði alveg brilliant úr þessu.  Byrjuðu á að taka frekar léttvægt og sjálfsagt mál og snúa því í langt málþóf eins og um heill þjóðarinnar væri að ræða - gáfust síðan upp á dramatískan hátt eins og Spartverjarnir í gilinu forðum, þegar ljóst var að þeir myndu aldrei geta stöðvað þetta.  Þetta hefur verið vel auglýst og augljóslega aðalmálið í fréttum síðustu daga, hvernig andspyrnan ver alþýðuna gegn vonda veldinu (í þessu tilfelli klárlega Sjálfstæðisflokknum, sem er greinilega Satan sjálfur í augum þessa fólks) og eftir kosningar, ef þjóðin lofar, mun þetta víst verða leiðrétt!

Hitt er svo alveg ljóst, að þingið er bara stimpill fyrir ríkisstjórnina.  Mér finnst í raun stórundarlegt að stjórnarandstaðan mæti í þingið, þeir hafa ekkert þangað að gera sem þeir geta ekki gert í gegnum sjónvarpið heima hjá sér.  Á meðan framkvæmdavald og löggjafarvald er samsnúið eins og nú er mun þetta halda áfram.  Fyrir léttvæg mál eins og þetta, svo og alvarlegri.


mbl.is Frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. samþykkt á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband