Bílddælingar mótmæla

Bílddælskir (er það yfirleitt orð?) sjálfstæðismenn mótmæla harðlega ráðningu "útlendings" í stöðu hafnarvarðar við Bíldudalshöfn, að sögn Bæjarins besta á Ísafirði.

Umræddur útlendingur er að vísu ekki lengra að kominn en 200 km að norðan, en hann er Ísfirðingur.  BB vitnar beint í fundargerð bæjarstjórnar Vesturbyggðar, þar sem finna má bókun sem minnihlutinn (umræddir sjálfstæðismenn) lögðu fram.  Ég ætla að leyfa mér að birta þessa tilvitnun í heild sinni;

"D -lista mótmæla því harðlega að meirihluti Samstöðu í bæjarstjórn Vesturbyggðar skuli ráða hafnarvörð við Bíldudalshöfn sem ekki hefur þar lögheimili heldur er viðkomandi búsettur í Ísafjarðarbæ!!. Það er ekki alveg í samræmi við ummæli forseta bæjarstjórnar Úlfars Thoroddsen þegar hann mótmælti því harðlega að ráðinn var í starf aðst. yfirlögregluþjóns á Patreksfirði einn af þessum s.k. aðkomumönnum og útlendingum!!! búsettur í Ísafjarðabæ. Nú hins vegar þegar hentar er ráðinn í starf hafnarvarðar á Bíldudal einn af s.k.„aðkomumönnum og útlendingum“ forseta bæjarstjórnar þrátt fyrir að heimamenn með lögheimili í Vesturbyggð hafi sótt um. Ragnar Reykás hvað!!!!!!"

Einhver hefði hugsanlega vandað betur formlega bókun, svona til að líta betur út í augum komandi kynslóða - nú, eða þeirra sem lesa Bæjarins besta.

Slóð í frétt: http://www.bb.is/?PageID=141&NewsID=94056


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband