Enn eitt stjórnmálabloggið

Nú er móðins að koma hingað, á Moggablogg, og láta ljós sitt skína um menn og málefni líðandi stundar.  Í fyrstu voru það víst bara meðaljónar, en þeir slógu í gegn, svo Jónar yfir meðallagi gengu einnig í málið og ber þar helst að nefna flokksbróður minn, stríðsmálaráðherrann sjálfan.

Þegar líður að kosningum fara þessi pólitísku meðaljónablogg upp í tölum eins og aldrei fyrr.  Hefðbundnir og semí-hefðbundnir fjölmiðlar (netmiðlar) vitna í þá og meðaljóninn tekur kast yfir nýfundnu mikilvægi sínu.  Menn eru löngu hættir að tala um sínar 15 sekúndur af frægð - nú er það manns eini linkur af frægð.  Endist þar til það kemur ný frétt á forsíðu...

Hvernig sem öllu þessu líður, þá bætist hér með enn ein gorkúlan við og vonandi verður henni vel tekið. 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég má til að senda þér kveðju mína sem fyrsti lesandi bloggsins þíns. Annar hvor okkar ætti að fá blómvönd af þessu tilefni. Til hamingju

Haukur Nikulásson, 23.1.2007 kl. 09:20

2 Smámynd: Kristófer Sigurðsson

Þakka þér fyrir það, Haukur.  Ég skal hirða blómvöndinn...:)

Kristófer Sigurðsson, 23.1.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband