24.1.2007 | 09:42
Hver vill búa í fíkilheldum heimi?
"Ögmundur sagði að hæglega mætti snúa áðurnefndri auglýsingu við því það væru spilafíklarnir sem greiddu gróða Betsson sem aftur gerði sér sjúklega spilafíkn fólks að féþúfu."
Mikið óskaplega finnast mér Vinstri-grænir fyrirsjáanlegir. Eins klárt og það er að Guðni Ágústsson mun standa með sauðkindinni munu VG menn vera á móti öllum breytingum og helst sem flestu öðru líka.
Bann á fjárhættuspilum er löngu úr sér gengið, svo og takmarkanir á sölu áfengis, bann við því að auglýsa löglegar vörur (áfengi og tóbak) og fleira.
Vissulega eru til fíklar í allt, en við getum ekki miðað allan heiminn sem við hin lifum í fyrir þá. Því miður. Ég vil ekki búa í fíkilheldum heimi þar sem allt er hvítt, kólesterólríkur matur þekkist ekki, heldur ekki sykrað gos, áfengi eða fjárhættuspil. Ég er fullorðinn maður og vil að ríkisvaldið sýni mér þá virðingu að treysta mér fyrir eigin velferð. Rétt meðferð við því að fíklar ánetjist einhverju er ekki að banna það sem fíkillinn ásælist og treysta því að vandamálið hverfi. Við erum ekki að tala um lítil börn sem við einfaldlega fjarlægjum allar freistingar frá - hvort sem það eru brothættir hlutir eða sterk þvottaefni.
Gera sér fíkn að féþúfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Kristófer.
Mér sýnist við deila með okkur sömu skoðun á þessu máli, sem og þó nokkrum í viðbót. Tilviljun? Kíktu á síðuna mína og þá sérðu hvað ég á við
Haukur Nikulásson, 24.1.2007 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.