Læknir meiðist við að reyna að stöðva slagsmál á slysadeild

Yfirlæknir slysadeildar Landspítala - Háskólasjúkrahúss, Ófeigur Þorgeirsson, hefur nú í nokkurn tíma kvartað sáran yfir þeiri ofbeldisöldu sem er að ganga yfir landann.  Hann hefur, réttilega, bent á að það þurfi eitthvað að gera í þessum málum.  Nú er þetta orðið svo alvarlegt að starfsfólk slysadeildar verður fyrir áverkum af völdum ofbeldis við störf sín!

Hvers konar þjóðfélag getur ekki tryggt heilbrigðisstarfsfólki vernd gegn ofbeldi sjúklinga sinna?  Ef við ætlum líka að fara að ræða um þau mál; í hvers konar þjóðfélagi sleppur fólk létt með árásir á lögreglumenn?  Samfélag sem sættir sig við að lögreglumönnum sé jafnvel það ógnað að það hafi áhrif á störf þeirra?  Sem betur fer eiga ný lögreglulög að tryggja lögreglumönnum betri vernd.

Aftur að heilbrigðisstarfsfólkinu.  Það er einn lögreglumaður á slysó á nóttinni um helgar - ég hugsa að það sé alveg klárt mál að það þurfi að fjölga þeim, eða a.m.k. einhverskonar öryggisvörðum. 

Uppfærsla: Ég finn að vísu ekki þessi nýju ákvæði í lögreglulögum eða hegningarlögum, þar sem brot gegn valdstjórninni eru.  Við leitina sá ég samt að miklar refsiheimildir eru í lögum fyrir að hindra störf lögreglu, svo og hótanir og ofbeldi gegn þeim.  Tveggja ára fangelsi fyrir hindranir, 6 ár ef ofbeldi eða hótanir, en 8 ár ef viðkomandi er "aðalmaður" í hópsöfnuði gegn lögreglunni.  Áhugavert að það virðist ekki vera réttarhefð fyrir því að nota þessar heimildir.  Samkvæmt vefsíðu Landsambands lögreglumanna ætlar dómsmálaráðherra að breyta hegningarlögum á yfirstandandi þingi.


mbl.is Læknir meiddist þegar hann reyndi að stöðva slagsmál á slysadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband