Hver vill búa í fíkilheldum heimi?

"Ögmundur sagði að hæglega mætti snúa áðurnefndri auglýsingu við því það væru spilafíklarnir sem greiddu gróða Betsson sem aftur gerði sér sjúklega spilafíkn fólks að féþúfu."

Mikið óskaplega finnast mér Vinstri-grænir fyrirsjáanlegir.  Eins klárt og það er að Guðni Ágústsson mun standa með sauðkindinni munu VG menn vera á móti öllum breytingum og helst sem flestu öðru líka.

Bann á fjárhættuspilum er löngu úr sér gengið, svo og takmarkanir á sölu áfengis, bann við því að auglýsa löglegar vörur (áfengi og tóbak) og fleira.

Vissulega eru til fíklar í allt, en við getum ekki miðað allan heiminn sem við hin lifum í fyrir þá.  Því miður.  Ég vil ekki búa í fíkilheldum heimi þar sem allt er hvítt, kólesterólríkur matur þekkist ekki, heldur ekki sykrað gos, áfengi eða fjárhættuspil.  Ég er fullorðinn maður og vil að ríkisvaldið sýni mér þá virðingu að treysta mér fyrir eigin velferð.  Rétt meðferð við því að fíklar ánetjist einhverju er ekki að banna það sem fíkillinn ásælist og treysta því að vandamálið hverfi.  Við erum ekki að tala um lítil börn sem við einfaldlega fjarlægjum allar freistingar frá - hvort sem það eru brothættir hlutir eða sterk þvottaefni.


mbl.is Gera sér fíkn að féþúfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleiðingarnar ef Bandaríkin fara frá Írak

George W. Bush Bandaríkjaforseti mun flytja stefnuræðu sína...

Bush Bandaríkjaforseti hélt í nótt ræðu þar sem hann kallaði eftir "breiðari samstöðu meðal Bandaríkjanna gagnvart Írakshernaðaráætlun hans".  Bush varar  við afleiðingum ósigurs í Írak.   Ætli hann hafi verið að glugga í gamlar ræður úr Víetnamstríðinu, um hvað myndi gerast ef Víetnam færi undir stjórn kommúnista?

Hann ætti kannski að skoða sögubækur og skoða hvað gerðist í raun og veru þegar Víetnam fór undir stjórn kommúnista.  Ekki neitt.

Hitt er, að vafalaust yrði ósigur í Írak óþægilegur fyrir flesta.  Í fyrsta lagi myndi borgarastyrjöldin fara í alvöru stríð.  Í öðru lagi myndu Kúrdar trúlega stofna eigið ríki, Kúrdistan, eins og þeir hafa lengi viljað.  Ætli mismunandi fylkingar múslima myndu ekki murka lífið úr hvor öðrum, svo og kristnum á svæðinu.  Geri ráð fyrir að annað ríkið yrði leppríki Írans, en hitt væri óstöðug súpa milli þess og Kúrdistan.

Kúrdistan myndi trúlega styrkja aðskilnaðarsinna Kúrda í Tyrklandi, með það fyrir augum að hluti Tyrklands myndi fara undir Kúrdistan.  Vandræðalegt fyrir Bandaríkjamenn, sem undanfarinn áratug hafa hjálpað Tyrkjum að halda Kúrdunum niðri þeirra megin við landamærin í skiptum fyrir aðstöðu til að fljúga inn í Írak og vernda Kúrdana þar fyrir vonda, vonda Saddam...

Það sem þetta strandar allt á er sú staðreynd að síðan í lok 8. áratugar síðustu aldar hefur Saddam haldið þessu öllu saman á hörkunni.  Bandaríkjamenn hafa yfirleitt gert sér grein fyrir því og ekki viljað róta of mikið í súpunni.  Ætli það sé ekki þess vegna sem Bush eldri stoppaði árið 1992?  Sonur hans hefði kannski betur fengið ráð hjá þeim gamla. 


mbl.is Bush kallar eftir samstöðu varðandi hernaðarátökin í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjamenn og dómínó kenningin

Árið 1954, í byrjun kalda stríðsins, varð til í Bandaríkjunum svokölluð dómínó kenning.  Hún gekk í stuttu máli út á að ef eitt land yrði kommúnískt myndi það smita út frá sér, svipað og sýking í sári...nú, eða dómínókubbar sem detta og fella næsta.

Dómínókenningin hafði mjög mikil áhrif í bandarískum utanríkismálum, en þar ber helst að nefna Víetnamstríðið.  Einnig styrktu Bandaríkjamenn hægrimenn (lýðræðissinna eða fasista, skipti ekki máli) víðsvegar um heiminn, hélt einræðisherrum við völd sumstaðar og myrti þá annars staðar, byggt á þessari kenningu.

Nú, þegar við lítum til baka á kalda stríðið, sjáum við að "hættan" var kannski ekki eins mikil og menn héldu á sínum tíma.  Því skýtur það skökku við að afbrigði dómínó kenningarinnar sé við lýði í dag.

Ljóst var talið fyrir nokkrum vikum að Sómalía myndi falla undir yfirráð Íslamista, sem, eftir því sem ég best veit, nutu stuðnings meirihluta þjóðarinnar (þó sel ég það ekki dýrara en ég keypti það).  Trúir gamla góða Eisenhower og kenningunni hans eru Bandaríkjamenn farnir að henda sprengjum á Íslamista í Sómalíu.  Reyndar fylgir sögunni að þar sé um gamla fjandmenn úr Al-Queda að ræða.

Það er í raun dálítið gaman að fylgjast með Sómalíumálinu.  Í Víetnam styrktu Bandaríkjamenn S-Víetnama í baráttu sinni við N-Víetnamska kommúnista með peningum, vopnum og "hermálaráðgjöfum".  Á tímabili þvertóku þeir að vísu fyrir það, en þetta varð æ opnara hjá þeim þar til þeir enduðu á að senda landher inn.   Í Sómalíu dagsins í dag voru Íslamistar að taka þetta, en allt í einu komu Eþíópumenn inn með herlið og stefnan snérist um leið.  Ætli Bandaríkjamenn hafi eitthvað..."hvatt"...til þessa?  Undarlegt að nú þegar þetta virðist ekki alveg nóg til að klára dæmið skuli nokkrar bandarískar flugvélar vera staddar í nágrenninu og til í að varpa nokkrum sprengjum, enda sé Osama staddur þar þá stundina...

Er það bara ég, eða er ekki farið að bæra á því að allir sem eru eitthvað óþægilegir í augum Bandaríkjastjórnar eru orðnir Al-Queda liðar? 


mbl.is Bandaríkjamenn gerðu loftárás á meinta al-Qaeda-liða í Sómalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband